Færsluflokkur: Bloggar
8.5.2015 | 08:49
Jóhanna af Örk
Ég var að læra um Jóhönnu af Örk síðast liðnu daga. Ég lærði margt af því til dæmis hún varð herforingi mjög ung, hún dó mjög ung og gerði Karl að konungi. Mér fannst þetta alveg ágætt verkefni og þegar ég byrjaði á þessu verkefni vissi ég ekki neitt um Jóhönnu af Örk,reyndar vissi ég ekki að þessi atburður gerðist en núna veit ég að þetta gerðist og veit miklu meira um hana en ég gerði.
Hér getur þú séð verkefnið mitt
26.3.2015 | 09:09
Grænland
Í þessu verkefni var ég að fjalla um Grænland. Ég byrjaði á því að skrifa ýmis konar fróðleik um Grænaland og setti það sem ég hafði skrifað í Publisher. Ég setti bæði texta og myndir og hannaði verkefnið eins og mér fannst fallegt.
Ég lærði margt á þessu verkefni t.d. 81% af Grænlandi er þakið jökli, Grænland hefur stærsta þjóðgarð heims og er 9 sinnum stærri en Ísland og að það tilheyrir Norður-Ameríku landfræðilega en Evrópu stjórnfarslega.
Mér fannst þetta skemmtilegt verkefni, eitt af því skemmtilegasta sem ég er búin að gera í landafræði.
Hér getur þú séð verkefnið mitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2014 | 09:25
Ritun
Í ritun skrifaði ég frásögn um Stöðvarfjörð, sem er fjörður í austri. Fyrst ætlaði ég að skrifa sögu sem hét Systur sem þekktust aldrei, sem var ekkert skemmtileg. Mér gekk ekkert svo vel að finna hugmynd eftir hina söguna, en þetta er eina hugmyndin sem ég fékk, að skrifa frásögn. Mér gekk ágætlega að skrifa þessa frásögn, en hún var svolítið löng og ég þurfti að skrifa allt, þannig hún var líka langdregin. Ég var ánægðust með þegar ég var uppi í gili á Stöðvarfirði, útaf ég hef alltaf elskað þennan stað. Ég hefði viljað geta skrifað venjulega sögu en það gekk ekki. Í næsta ritunarverki ætla ég að skrifa spennusögu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2014 | 11:34
Enska- Viðtal við erlendan ferðamann
Í þessu verkefni var ég að vinna með Dagný. Við byrjuðum á því að velja hvor átti að vera fréttamaður og hvor átti að vera ferðamaðurinn. Svo skrifuðum við uppkast á blað og það tók svolítinn tíma. Eftir það skrifuðum við það í tölvu og prentuðum út. Þegar við vorum búnar að prenta þetta út þá strikuðum við yfir sem við áttum að segja. Svo æfðum við þetta mikið og vorum lengi að ákveða hvort hún ætlaði að vera Miranda Sings (sem er youtuber) eða venjulegur Ameríkani, svo var það þannig að hún var venjulgur Ameríkani. Svo tókum við þetta upp með Soundcloud með hjálp Hjörvars sem er háskólanemi hjá Háskóla Íslands. Hér er verkefnið mitt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2014 | 10:57
Kerið
Frá því að ég byrjaði í 6 bekk hef ég verið að læra um ferðamenn á Íslandi í samfélagsfræði. Ég byrjaði á því að fá upplýsingar á netinu og skrifa þær í word. Þegar það var allt saman búið þá fór ég að gera plakatá glogster um verkefnið mitt um Kerið og valdi myndir, video og texta inná plakatið mitt . Ég hef aldrei komið að Kerinu en hef séð margar ROSALEGA fallegar myndir af Kerinu.
Hér getur þú séð verkefnið mitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)